Sveinstindur

Frá Langasjávarleið að Sveinstindi við Skaftá.

Á nat.is segir svo: “Sveinstindur (1090m) er áberandi, keilulagaður tindur í Fögrufjöllum við suðurenda Langasjávar á Skaftártunguafrétti. Hann er hæstur fjalla á þessu svæði, sést víða að og útsýni af honum er mikið. Fjallið er auðgengt. Þorvaldur Thoroddsen gaf því nafn Sveins Pálssonar læknis og náttúrufræðings.”

Förum frá Langasjó til suðurs vestur með Sveinstindi að Hellnafjalli. Til suðausturs norðan við Hellnafjall, og síðan norður að Sveinstindi.

7,6 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Sveinstindur: N64 05.176 W18 24.946.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Langisjór, Breiðbakur, Skælingar.
Nálægar leiðir: Faxasund.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort