Sveik Steingrímur?

Punktar

Hyggist Steingrímur J. Sigfússon afhenda kvótagreifum auðlindir hafsins til tuttugu ára, má afskrifa hann úr pólitík. Nú hafa greifarnir formlega séð aðeins rétt til eins árs í senn. Frumvarpið um fiskveiðistjórn verður lagt fyrir þingflokka ríkisstjórnarinnar í dag. Þá hefst spuni um, að málið sé eigi að síður í anda stjórnarsáttmálans. Sé lekinn réttur, hefur stjórnin endanlega klúðrað þjóðareign á kvóta eftir þriggja ára japl, jaml og fuður. Álit fólks á þessari ríkisstjórn mun endanlega fjúka brott með vindinum. Kvótagreifarnir hafa þá í krafti fjármagns endanlega haft þjóðina undir.