Svei stjórnlaganefndinni

Punktar

Tillaga stjórnlaganefndar um þrjár breytingar á stjórnarskránni er allt öðru vísi hugsuð en stjórnarskrá fólksins. Nefndin hunzaði þá stjórnarskrá. Vann út frá gildandi lögum, sérhagsmunum og fjölþjóðasamningum. Stjórnarskrá fólksins er hins vegar samningur þjóðar við sjálfa sig. Fór gegnum ferli þjóðfundar, stjórnlagaráðs og meginatriðin fóru að auki gegnum þjóðaratkvæði. Hún byggist á sögulegum forsendum, markmiðum og innsendum erindum fólksins. Hornsteinn nýrra laga, ekki niðurstaða gamalla. Horfir fram en ekki aftur. Skrifuð á mannamáli, en breytingarnar þrjár eru á máli lagatækna með undanbrögðum í þágu hagsmuna. Svei allri stjórnlaganefndinni.