Svavar var vanhæfur

Punktar

Svavar Gestsson var vanhæfur sem formaður IceSave nefndarinnar. Af þeirri einföldu ástæðu, að hann er pólitíkus og pólitískt ráðinn sendiherra. Eins og Seðlabanki Davíðs er vanhæfur. Engu máli skiptir, hvort niðurstaðan er góð eða vond. Frá upphafi var ljóst, að hún færi illa í stjórnarandstöðuna. Enda setur þingið fyrirvara. Steingrímur J. Sigfússon framdi pólitískt sjálfsvíg með skipun Svavars. Æ síðan hefur ráðherrann talið sig þurfa að verja útkomuna. Í því hlutverki hefur hann hrakist eins og Nixon úr einni lyginni í aðra. Virtasti pólitíkus landsins varð smám saman ærulaus.