Krónan hefur lækkað um fjórðung frá áramótum. Hennar svarti mánudagur var í morgun, þegar hún hrundi um 6%. Hún fellur meira að segja hraðar en dollar, sem á þó mjög bágt. Evran hækkar og hækkar aftur á móti, var á hádegi komin í 119 krónur. Krónan er úreltur gjaldmiðill, sem ræður ekki við íslenzkt efnahagslíf. Hún er þó enn til, því að ríkisstjórnin nennir ekki og þorir ekki að taka efnahags-ákvarðanir. Í nærri áratug hefur stefna stjórnvalda falizt í að sofa og reisa álver til að halda fullum dampi. Því mun kerfið fá timburmenn í hvert skipti sem lýkur vinnu við álver og orkuver.