Svartir listar DeLay

Punktar

Tom DeLay sýndi blaðamönnum minnisbækur með svörtum listum yfir fyrirtæki og greinar, sem ekki máttu koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þingið, af því að þau eða þær höfðu greitt í kosningasjóði demókrata. Markmið hans var, að K-stræti í Washington, gata þrýstihópanna, væri eingöngu skipuð fyrirtækjum, sem hefðu alls enga demókrata í vinnu. Í tíð hans varð þingið að strangri skömmtunarstofu, þar sem eingöngu var hlustað á trausta repúblikana og fjármagni hins opinbera eingöngu veitt til áhugamála þeirra, svo sem til afnáms náttúruverndar og til aukinnar olíumengunar.