Svarti Pétur tekinn

Punktar

Þegar Katrín Jakobsdóttir gafst upp á að mynda stjórn, var Viðreisn almennt kennt um vandann. Nú á lokaþætti tilraunar Birgittu Jónsdóttir, eru Vinstri græn orðin Þrándur í Götu sáttmála. Hinir flokkarnir fjórir voru að mestu sammála um stefnu, en það nægði ekki til stjórnarmyndunar. Gallinn er einfaldlega, að lengra er frá Vinstri grænum til flokkanna fjögurra en til Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn eru íhald, vilja vernda kvótagreifa og búvinnslugreifa í silkiumbúðum. Flokkarnir fjórir vilja hins vegar endurbætur. Loksins í dag tóku Vinstri græn sinn Svarta Pétur og héldu á vit hinna íhaldsflokkanna, Sjálfstæðis og Framsóknar, þar sem þau eiga heima.