Svartárbotnar

Frá Svartárbotnaskála a Kili um Kjalfell að Hveravöllum.

Beinahóll er kenndur við beinaleifar af sauðfé og hestum og þar er minnisvarði um Reynistaðabræður, sem urðu þar úti í stórviðri haustið 1780. Látið beinaleifarnar liggja óhreyfðar. Af Rjúpnafelli er gott útsýni yfir Kjöl og Hveravelli. Tveimur kílómetrum norðan fellsins er stór hraunhóll með mörgum vörðum. Í hólnum er hellir, sem opinn er í báða enda, kallaður Grettishellir.

Byrjum hjá vegi 35 við Fosstorfur á Kili. Förum norðvestur hjá Svartárbotnaskála yfir Vestri-Svartárbotna. Til norðurs austan Kjalfells og vestan Beinahóls, norður um Kjalhraun, hjá Grettishelli í 700 metra hæð og síðan vestan Rjúpnafells. Á veg 35, að Hveravöllum.

4,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Svartárbotnar: N64 44.630 W19 25.927.
Hveravellir : N64 51.960 W19 33.260.
Hveravellir eldri: N64 52.013 W19 33.756.

Nálægir ferlar: Jökulfall, Þjófadalir, Stélbrattur, Guðlaugstungur.
Nálægar leiðir: Kjalfellsleið, Krákur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort