Svarað út í hött

Punktar

Kvörtunum um verri stöðu heilbrigði og velferðar er aldrei svarað málefnalega af ríkisstjórninni. Upplýsingum um stóraukinn stéttamun hér á landi er svarað með góðri stöðu meðalfólks. Upplýsingum um stóraukinn veikindakostnað fólks er svarað með hækkun á krónutölu allra heilsuútgjalda milli ára. Upplýsingum um verri stöðu aldraðra, öryrkja og sjúklinga er svarað með góðri stöðu meðalfólks. Fréttum um uppsprengdan húsnæðiskostnað ungs fólks er svarað með hugleiðingum um fjölgun íbúða síðar. En fólk getur ekki haft húsnæði í góðvilja ráðherra. Og oftast er kvörtunum beinlínis svarað út í hött með bulli un, að forgangsraðað sé í þágu heilsu og velferðar.