Surtar eru vantaldir

Punktar

Ríkisskattstjóri telur sjötíu fyrirtæki vera á svörtum markaði í ferðaþjónustu. Segist hafa kíkt á bókunarsíður. Þær segja þó ekki alla söguna. Margir tugir hótela í 101 eru utan slíkra síðna, þótt rútur taki þar upp farþega að morgni. Ríkisskattstjóri ætti að standa upp frá tölvunni og fylgjast með bílum, sem tína upp farþega fyrir flug. Þá mundi hann ekki fara með augljóst fleipur um lítinn fjölda hótela á svörtum markaði. Hverfi 101 er orðið meira eða minna undirlagt af óskráðri og ómerktri gistingu fyrir ferðamenn. Ekki virðist lengur í tízku að hafa eftirlit, menn setja upp fýlusvip og kvarta um eftirlitsiðnað.