Sunddeilan harðnar

Punktar

Hitnað hefur í kolunum í deilu Seltirninga og Vesturbæinga um aðferðir við sund. Á sunnudagsmorgni komu nokkrir Vesturbæingar í Seltjarnarneslaugina og syntu þar í O. Þá geta nokkrir plebejar verið í hverri rás. Seltirningar eru hins vegar patrísear, vilja synda í 1 og hafa hverja rás fyrir sig. Ekki kom til handalögmála. En enginn veit, hvað muni gerast, þegar illindi magnast. Seltirningar kalla Vesturbæingana hringorma og geta þess um leið, að þeir þekkist af tattóveringum. Mér lízt ekki á. Til öryggis ætla ég á næstunni bara að vera í ræktinni og gufunni, en ekki í heita pottinum.