Sumum fannst Kerið dýrt

Ferðir

Almennt finnst ferðamönnum eðlilegt að það kosti að skoða Ísland, fjalli þeir um það á TripAdvisor. Sumum finnst skrítið að rukkað sé á fimm mínútna Kerið, en frítt sé inn á merkari skoðunarstaði. Benda á, að komast megi hjá greiðslu með því að hunza rukkarann. Fæstir ferðamenn gera sér grein fyrir illindunum í þjóðfélaginu út af gjaldtöku. Halda að hún sé opinbert fyrirbæri. Einmitt þess vegna skilja þeir ekki misræmið. Stjórnvöld þurfa að yfirstíga verkleysi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur og skipuleggja málið í heild. Bezt væri að hafa eðlilegan vask í greininni og veita af honum fé til viðhalds ferðamannastaða.