Lyklaborð með hnöppum í fullri stærð er 27 sentimetra á breidd. Nauðsynleg breidd fyrir góða fingrasetningu, er jafnframt fullnægjandi breidd. Tölvan mín hefur þá sömu breidd, með svokölluðum tólf tommu skjá. Hún fer vel í farangri, tekur minna pláss en A4. Er af beztu stærð, optimal. Með hana hef ég flækzt um heiminn og öræfin. Er jafngóð enn þann dag í dag og hún var fyrir fimm árum. Slíkir Makkar fást ekki í dag, minnsta tölvan frá Apple hefur þrettán tommu skjá. Ég bíð eftir næstu árgerð af tólf tommu tölvu. Mér er sagt ég þurfi lengi að bíða. Sumt er bara of gott fyrir þennan heim.
