Sumir ófarnir enn

Punktar

Gott er að trúa á helvíti og vita, að Augusto Pinochet er kominn þangað. Bráðum fer Henry Kissinger þangað líka, maðurinn sem skipulagði valdarán Pinochet í Chile. Fleiri eru á leiðinni, til dæmis þeir, sem nota sömu aðferðir og Pinochet notaði, mannrán, leynifangelsi og pyndingar. Fremstur þar í flokki er George W. Bush forseti og ýmsir helztu ráðgjafar hans, sem beita sömu aðferðum í vonlausu stríði þeirra gegn hryðjuverkum. Þeir fara allir beint til helvítis, þegar þeir deyja. Valdastofnanir eru fullar af bófum, sem munu fá makleg málagjöld.