Sultur og seyra Árna Johnsen

Punktar

Sumir búa við sult og seyru eins og Árni Johnsen. Lifa í stöðugum ótta um, að ekkert verði að hafa í sig og á. Þeir muni ekki lifa af veturinn. Eru hneykslaðir á þeim, sem vilja ekki virkja fljót, sem renna óbeizluð til sjávar. Engum að gagni. Skilja ekki, að menn hafni atvinnu við að skarka í álpottum og skrúfa olíukrana. Telja, að Austfirðir og svo framvegis fari í eyði, ef ekki sé þar slík atvinna. Þetta er ekki hin hefðbundna fátækt, þar sem menn lifa frá degi til dags. Þetta er fátækt græðginnar á líðandi stund. Þessir menn eru safna enn í sarpinn, þegar hann er orðinn fullur.