Hótanir bíta ekki á Grikki. Þeir spyrja, hvað geti versnað, þegar ellilaun hafa minnkað um fjórðung og helmingur ungra er atvinnulaus. Brottrekstur úr evru-hópnum virkar ekki lengur sem hótun. Sama er að segja um Spánverja, sem fóru þó gætilegar í fjármálum. Þeir spyrja, hvað geti versnað, þegar allt er hvort sem er í skralli. Róttækir flokkar hafna sultarólinni. Smám saman munu skuldarar eflast svo, að ekki verður lengur hægt að líta á lán sem heilagan sáttmála. Eigendur fjármagns verða að gefa eftir. Peningar flýja af markaði og kreppan dýpkar. Við þurfum að hafna pólitík, þar sem peningar einir ráða.