Súlnafell

Frá Flautafelli í Þistilfirði að Gilhaga í Öxarfirði.

Förum frá Flautafelli suðsuðvestur með Flautafelli austanverðu, meðfram Svalbarðsá vestanverðri. Förum norðan við Þverfell til vesturs yfir á Súlnafjallgarð í 390 metra hæð. Þaðan suðvestur í Djúpárbotna og vestur yfir Djúpá. Síðan til vesturs norðan Einbúa, suðvestur að Sauðafellsmúla og að norðurenda Sauðafells. Þá norðvestur um Hornhóla og beygjum til suðvesturs um Buga að Gilhaga.

26,9 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Öxarfjörður, Hafrafellsleið, Djúpárbotnar, Laufskáli.
Nálægar leiðir: Hestatorfa, Urðir, Sléttuvegur, Biskupsás, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort