Jón Sullenberger fær högg í úrskurði Hérðasdóms um sakleysi Baugsmanna í málaferlum, sem ríkið hóf gegn þeim að undirlagi Jóns Sullenberger, Jónínu Benediktsdóttur, Styrmis Gunnarssonar og fleiri aðila, sem af ýmsum átæðum töldu sig eiga um sárt að binda. Héraðsdómur sagði skýrt, að Sullenberger væri ekki áreiðanlegt vitni og hafnaði rökum hans og skjölum. Málið er svo sem ekki enn búið, en hingað til hefur leið þess um dómskerfið verið þyrnum stráð. Sú ganga hefur verið ríkislögreglustjóra og efnahagsbrotadeild hans til meiri skammar en áður hefur þekkzt í stjórnsýslunni.
