Suðurárbotnar

Frá Stóru-Flesju við Suðurá að Botna við Suðurá og sömu leið til baka.

Sportleið í Suðurárbotnum. “Suðurá er vatnsmest áa, sem falla frá Ódáðahrauni. … Suðurárbotnar eru efstu drög hennar á yfirborði en vatnasvið hennar nær alla leið til Dyngjufjalla og Herðubreiðarfjalla. Vatnið af öllu þessu svæði safnast fyrir á tiltölulega litlu lindasvæði, þannig að uppspretturnar verða vatnsmiklar. Gróður er allmikill í Suðurárbotnum. Þar er valllendi og víðigrundir. Merki uppblásturs eru samt áberandi. Jarðvegsraki er engu að síður nægur til þess, að land grær hægt og sígandi á ný. Nokkur mannvirki eru á þessum slóðum, m.a eyðibýlið Hrauntunga, gömul tótt, sem gæti verið leifar sæluhúss. Þarna hafa fundizt nokkrar beinagrindur …” (www.nat.is)

Förum frá Stóru-Flesju upp með Suðurá norðaustan árinnar inn í fjallaskálann Botna í Suðurárbotnum. Sömu leið til baka.

14,9 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Stóra-Flesja: N65 18.407 W17 08.804.
Botni : N65 16.164 W17 04.061.

Nálægir ferlar: Suðurá
Nálægar leiðir: Biskupaleið, Suðurárhraun, Dyngjufjalladalur, Íshólsvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson