Subbuskapur í busavígslum

Punktar

Þegar ég var sjöttubekkingur í menntaskóla, var ég svo vanþroska, að ég var tæpast fæddur. Ástand sjöttubekkinga hefur versnað á hálfri öld, sem síðan er liðin. Nú þarf umboðsmaður barna að senda bréf til skólastjóra og nemendafélaga út af busavígslum. Þær hafa oft farið úr böndum á síðari árum með subbuskap og ofbeldi með ívafi af losta og rugli. Bréfi umbans var vel tekið af skólastjórum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur jafnan verið til fyrirmyndar. Hann heldur sig við aldagamlar og meinlausar tolleringar. En nú sem jafnan áður hefur þurft að halda í höndina á tvítugum bjálfum.