Styrjöld lífsskoðana

Punktar

Stríð er hafið innan öfgamúslima og milli þeirra og veraldarhyggju vesturlanda. Lýsir sér í stríði í Sýrlandi og Írak og í hryðjuverkum í Evrópu. Lág prósenta tekur þátt í öfgunum, en fjöldi einstaklinga er samt hár. Í Vestur-Evrópu eru um 300.000 jihadistar, þeir sem trúa á uppgjör þessara lífsskoðana. Í þessum hópi eiga hryðjuverkamenn skjól. 2000 Evrópu-múslimar hafa barizt í Sýrlandi og Írak undir merkjum Isis. 1000 af þeim eru komnir til baka, þar á meðal 250 til norðurlandanna. Líklega eru þeir flestir undir eftirliti, en meira eða minna ófullnægjandi. Óhjákvæmilegt er, að þessi styrjöld rústi fjölmenningarstefnu.