Stutta kjörtímabilið

Punktar

Píratar þurfa að gera sér og öðrum grein fyrir ferli næstu ríkisstjórnar og stjórnarskrár. Við þurfum að átta okkur á tímasetningum og takmörkunum í lögum. Hversu langan tíma tekur frá kosningum og fram að þarnæstu kosningum? Þá þarf að vera búið að fullgera stjórnarskrána fyrir þjóðaratkvæði.  Tekur hún gildi eftir þá atkvæðagreiðslu og verður þarnæst kosið í samræmi við ákvæði hennar? Hvernig spila kosningalögin inn í ferlið? Nást þessi tímamörk eða þarf annars að nota eldri reglur um þingkosningar? Hvað annað er hægt að gera á þessum tíma? Hvað verður að sitja á hakanum í þessu flókna ferli? Verður plan B? C?