Stuðningsfólk bófaflokksins

Punktar

20% Íslendinga greiða öðrum laun, fyrir utan þá, sem eru sjálfstæðir. Því er ekkert skrítið, að hægri flokkar, fjármagnaðir af atvinnurekendum, njóti svipaðs fylgis. Fæstir þessara hafa nokkuð gagn af pilsfaldinum, sem er lykillinn að ofsagróða. En margir telja samt sjálfsagt að kjósa gerspilltan bófaflokk, sem þurrkar upp hinn árlega þjóðararð. Hvaðan koma þá þessi 5% sem koma fylgi Sjálfstæðisflokksins upp í 25%? Og hvaðan koma þessi 5%, sem styðja Viðreisn. Ætli þetta séu ekki fíflin margumtöluðu. Alveg eins og í gamla daga, þegar allt fólkið í Pólunum kaus Sjálfstæðisflokkinn. Fífl kjósa bófa, sem hafa það gott.