Stuðlaskarð

Frá Stuðlaá í Reyðarfirði um Stuðlaskarð til Dala í Fáskrúðsfirði.

Leiðin kallast líka Stuðlaheiði. Hún er rudd fyrir hesta, en er illa vörðuð og þótti hættuleg á vetrum.

Um leiðina segir í Árbók FÍ 2005: “Liggur leiðin skammt innan við bæ á Stuðlum yfir Ytri-Þverá og á Neðri-Veghamra (Vegghamra), þá yfir gil Innri-Þverár og upp eftir Langahrygg í Ferðamannabotn. Ofan við botninn er farið um Snið upp á Veghamrabrún, yfir Sniðlæk og Hrútalæk og upp um Efri-Veghamra í Heiðarbotn. Upp úr honum er farið vestur á Heiðarbrún og frá henni suðaustur í skarðið milli Ytri- og Innri-Stuðuls, sem einnig eru kenndir við áttirnar norður-suður.”

Förum frá Stuðlaá sumarhúsaveg suður með Króará, um Stuðla og Þverár suður austurhlíðar Hjálmadals. Efst förum við til suðausturs í Stuðlaskarð í 780 metra hæð milli tveggja Stuðla. Síðan til austurs niður með Hrútá og suðaustur um Stuðlaheiðardal og um Tröllabotna í Daladal. Að þjóðvegi 957 við Dali.

12,3 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Hjálpleysa, Þórdalsheiði, Búðará, Reindalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort