Frá fjallaskálanum við Álftavötn um Strútslaug að Mælifelli á Mælifellssandi.
Á vef Útivistar segir þetta um laugina: “Rangvellingar hafa kallað hana Hólmsárbotnahver en Skaftfellingar kalla hana Strútslaug og virðist sem það nafn hafi unnið sér fastan sess meðal landsmanna. Fyrir tíma sauðfjárveikivarna gekk fé Rangvellinga og Skaftfellinga töluvert saman á þessum slóðum og smöluðu þá þessar tvær fylkingar þetta svæði saman. Á grasbala ofan við Strútslaug var fyrrum náttstaður gangnamanna. Þessi grasbali gegnir enn því hlutverki að hvíla lúin bein göngumanna, en nú eru það tjöld þeirra sem ganga sér til skemmtunar, sem á honum rísa. “
Förum frá fjallaskálanum við Álftavötn vestur sléttuna og sveigjum við Eldgjá til norðvesturs. Förum nálægt suðurfjallinu og sveigjum til vesturs og suðvesturs inn í suðurjaðar Ófærudals. Síðan áfram suðvestur í Hólmsárbotna norðan Hólmsárlóns og þaðan vestur í Strútslaug sunnan við Laugarháls. Þar er fjallaskálinn Hólmsárbotnar. Frá lauginni förum við suðsuðvestur upp úr dalnum og förum síðan til suðurs um Skófluklif norðvestan Strúts og að fjallaskálanum Strúti. Þaðan förum við suður á Mælifellssand og fyrir austurenda Veðurháls og fyrir vestan Mælifell að þjóðvegi F210 yfir Mælifellssand.
24,7 km
Skaftafellssýslur
Skálar:
Álftavatnakrókur: N63 53.851 W18 41.445.
Hólmsárbotnar: N63 52.707 W18 55.905.
Strútur: N63 50.317 W18 58.519.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Mælifellssandur.
Nálægar leiðir: Goðaland, Flosavegur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort