Strokuðu yfir fortíðina

Punktar

Eineltið í Landakotsskóla var fyrir opnum tjöldum. Forréttindabörnin voru látin horfa á það. Sum kveiktu á soranum og yfirgáfu skólann. Önnur létu sér eineltið vel líka. Höfðu takmarkað siðferði í vegarnesti að heiman. Síðan fyrntist yfir eineltið og börnin urðu fullorðin. Sumir skrifuðu hjartnæma minningargrein um skrímslin. Aðrir hlupu upp varna, þegar farið að skrifa um skandalinn. Höfðu þrýst eineltinu úr huga sér. Þannig var og er búin til glansmynd af sora. Athyglisverðast er, hversu vel nokkrum forréttindabörnum hefur tekizt að strika burt það, sem þau sáu gerast. Það kalla ég siðblindu.