Stríðsyfirlýsingar

Punktar

Ríkisstjórnin eflir ekki traust fólks á kerfinu með því að fela Stebba löggu að hafa forustu í vali seðlabankastjóra. Hefur hann vit á peningum? Stjórnin eflir ekki traust fólks á kerfinu með því að fá hagfræðing yzt á hægra jaðri í embætti seðlabankastjóra. Ragnar er langt frá þungamiðju auðfræða. Stjórnin eflir ekki traust fólks á kerfinu með því að fela þekktum jaðarmanni forustu í að meta erlend áhrif á hrunið. Hannes Hólmsteinn er óralangt frá þungamiðju skoðana á fjármálum. Ríkisstjórnin kann að hafa sitt fram með þessu verklagi.  En hún stefnir þá sízt af öllu að sátt í samfélaginu, hún lýsir yfir stríði.