Stríðsóða alheimslöggan

Punktar

Ofstækismenn á vígaslóð eru meira eða minna framleiddir af Bandaríkjunum. Með bandarísku olíufé, sem fer um hendur miðaldaprinsa og síðan miðaldaklerka af sértrú Wahabíta í Sádi-Arabíu. Bandaríkin réðu og vopnuðu dólga Ríkis Íslams beinlínis til að fella Assad forseta í Sýrlandi. Hvorki gekk það né rak. Og núna eru Bandaríkin að lenda í hernaðarsamvinnu við sína fornu óvini í Persíu. Sjálfa klerkana, sem létu rústa bandaríska sendiráðinu sællar minningar. Þannig fer rugl Bandaríkjanna í hringi. Við skulum forðast hernaðarbandalag við ríki stríðsæðis. Er skilur ekki umheiminn og telur sig vera eins konar alheimslöggu.