Stríðið gegn þjóðinni

Punktar

Seðlabankastjóri er í öngum sínum yfir nýjum útreikningum Hagstofunnar. Þeir sýna engan hagvöxt á þessu ári, þvert ofan í spár Seðlabankans. Hagstofustjóri svarar með því að segja reikningsaðferðir þær sömu og áður. Raunar er hagvöxtur ónothæf forsenda, þar sem hann mælir ekki hagvöxt, heldur viðskiptaveltu. Fólk heldur einfaldlega að sér höndum í jólaösinni. Eigi það pening, eyðir það ekki. Reiknar með frekari ofsóknum SDG og BB. Þeir hafa hækkað lyfjakostnað, hrakið heilsuveilt fólk til dýrari einkabransa, hækkað matarskatt, dregið úr velferð. Hækka allt, sem leggst þungt á fátæka. Fólk svarar með að eyða ekki að óþörfu.