Stríð og stóriðja

Punktar

Íslenzk stjórnvöld eru andvíg gegnsæi. Þau vilja ekki, að kjósendur fái að vita, hvað er borgað fyrir rafmagn til stóriðju. Þau vilja ekki, að kjósendur fái að vita, hvað stendur í samningum við Bandaríkin um svokallaðar varnir landsins. Í báðum tilvikum telja stjórnvöld heppilegt, að fólk fái ekki upplýsingar, sem gera því kleift að taka afstöðu í stjórnmálum. Gegnsæi er nefnilega hornsteinn lýðræðis, jafngildur sjálfum kosningunum. Þess vegna er ríkisstjórnin andvíg gegnsæi í stóriðju og stríðsmálum.