Stríð gegn velferð

Punktar

Ragnar Árnason er efnahagsráðunautur silfurskeiðunganna, sem stjórna ríkinu og sjóðum þess. Hann vill velferð feiga, segir hana ekki borga sig. Hafnar niðurgreiðslu sjúkrakostnaðar, hvað þá ókeypis sjúkraþjónustu. Vill lækka skatta á kvótagreifa og aðra þá, sem aðstöðu hafa. Og draga á móti úr allri þjónustu ríkisins við minni háttar fólk. Skrifaði grein um þetta í tímarit hagfræðinema. Lærisveinar hans eru ráðherrarnir. Einn reynir að koma sjúkum fyrir kattarnef, annar reynir að loka fyrir aðgang fátækra að menntun. Saman reyna þeir að rústa evrópskri velferð hér, koma upp þriðja heims frumskógi.