Stríð fyrir þjóðrembuna

Punktar

Stríð Bandaríkjanna gegn Íran vofir yfir. Helzti hershöfðingi Bandaríkjanna í miðausturlöndum, William Fallon, hefur sagt af sér vegna ágreinings við George W. Bush forseta. Var mótfallinn slíku stríði. Repúblikanar þurfa á stríði að halda í sumar til að vinna kosningarnar í haust. Að óbreyttu tapa þeir og demókratar ná forsetaembætti og meirihluta í báðum deildum. Eina leiðin til að hindra það er að fara í stríð og draga kjósendur með sér á þjóðrembunni. Scott Ritter, fyrrum vopnaeftirlitsstjóri, sagði í Guardian þróunina vera svipaða og var fyrir stríðið gegn Írak. Skelfileg tilhugsun.