Strætó mengar og skemmir

Punktar

Strætó er þungur og þarf oft að stanza. Eyðir um 35 lítrum á hundrað kílómetrum að sögn framleiðenda, sem þora ekki að ljúga. Hjálmar telur hann hins vegar eyða 20 lítrum, sem er fjarri lagi. Ekki eru til tölur um meðalfjölda fólks í hverjum vagni, en mér sýnist það geta verið fimm eða færri. Mengun af völdum strætó er því miklu meiri en af völdum einkabíla. Færu þessir fimm farþegar hver fyrir sig í sínum einkabíl væri heildarmengun mun minni. Þar að auki skemmir þungur strætó göturnar meira en fimm einkabílar. Strætó er ekki samkeppnishæfur, ef eftirspurn gerir ekki kleifa aukna ferðatíðni, til dæmis á fimm mínútna fresti.