Enn einu sinni hefur verið sett tala á herkostnað okkar af háu matarverði. Verðið hér er 62% hærra en í Evrópusambandinu samkvæmt fjölþjóðlegri könnun. Ýmsu er kennt um og mest verndun íslenzkra landbúnaðarafurða. Að vísu hefur framsóknarmaðurinn í embætti talsmanns neytenda ekki tekið eftir því. Skrítið að hafa mann frá vinnumiðluninni í slíku embætti. Við þurfum auðvitað að hætta að styðja búvöru, leggja niður krónu og ganga í Evrópu. Þar með ætti samkeppni að verða næg til að halda matarverði á sama stigi og er í Evrópu. Ég mundi græða 20.000 á mánuði.
