Stóra-Laxá

Frá Laxárdal í Gnúpverjahreppi að Kaldbaki í Hrunamannahreppi.

Stóra-Laxá er ein af meiriháttar laxveiðiám landsins. Fjöldi laxa er ekki mikill, en margir stórir veiðast þar, einkum í efsta veiðisvæði árinnar og þá einkum, þegar liðið er á veiðitímann. Árin er raunar fremur þekkt fyrir stórbrotna náttúru, mikil gil og erfiða aðkomu á mörgum stöðum. Úr því hefur verið bætt með göngustígum og göngubrú.

Förum frá Laxárdal suðvestur um Leirdal, vestur yfir Stóru-Laxá sunnan Blágilshnúks. Síðan norðnorðaustur fyrir vestan Blágilshnúk, vestan Folaldahlíðar, að Hörgsholti. Norðvestur á Kaldbaksveg og eftir honum norðnorðaustur að Kaldbaki.

10,0 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Laxárgljúfur, Fjallmannaleið, Kaldbaksvað, Laxárdalsvað.
Nálægar leiðir: Hildarfjall, Sólheimar, Stóru-Laxárvað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson