Stöðvarskarð

Frá Svartagili í Fáskrúðsfirði um Stöðvarskarð til Óseyrar í Stöðvarfirði.

Hér eru fjölskrúðugar jarðmyndanir frá Reyðarfjarðareldstöð. Sunnan við Stöðvarskarð er berghlaup með Einbúa, miklu og litríku bjargi.

Byrjum við þjóðveg 96 austan Svartagils í Fáskrúðsfirði. Förum suðaustur á ská upp hlíðina upp að Merkigili. Þar förum við til suðurs austan undir Þverfelli upp í Stöðvarskarð í 620 metra hæð. Þaðan suðvestur fyrir Þverfell niður í Jafnadal. Þaðan dalinn meðfram Þverá um Ásbrún og út fyrir Stöðvarás og þar suður að Stöð. Að lokum austur að vegi 96 við Flautagerði, skammt frá Óseyri.

9,5 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Hvammsvötn, Reindalsheiði, Gunnarsskarð, Fossdalsskarð, Fanndalsskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort