Þegar einhver hefur árangurslaust verið hleraður, þarf að hætta, segja honum frá málinu og biðja hann afsökunar. Það eru venjulegir mannasiðir. Sjö árum eftir að bent var á þessa nauðsyn hér á landi hefur ekki verið komið á fót slíku uppgjörskerfi. Þegar Björn Bjarnason stríðsráðherra er spurður, hverju þetta sæti, vísar hann bara í frumvarpdrög um sakamál, sem hann lagði fram í september. Hann hefur ekki áhuga á virðingu þeirra, sem hafa verið hleraðir að ástæðulausu. Og enginn í ráðuneyti hans fæst um að upplýsa, af hverju gögn um hleranir voru brennd í sumarbústað.
