Ég hef áður mælt með, að meirihluti hins ógilta stjórnlagaþings stofni stjórnmálaflokk. Ég vil, að þar séu að minnsta kosti Þorvaldur Gylfason, Ómar Ragnarsson, Illugi Jökulsson og Salvör Nordal. Fólk, sem við treystum til góðra verka. Einhvers staðar á miðju í pólitíkinni. Ég vil fá þar líka Njörð Njarðvík og Pál Skúlason úr undirbúningsnefndinni. Þótt Hæstiréttur hafi afskaffað stjórnlagaþingið með fáránlegum úrskurði, stendur eftir, að kjósendur vilja þetta fólk. Sem kjósandi vil ég, að efstu menn kosninganna fái stuðning kjósenda til að stofna nýtt Ísland. Fjórflokkurinn er dauður.