Stjórnin missti tökin

Punktar

Eftir rólega níu mánuði missti ríkisstjórnin tökin, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skandalíseraði í sjónvarpsþætti Gísla Marteins. Þá fór af stað skriða, sem Bjarni Benediktsson gat síðan ekki höndlað. Margir sáu loksins, að landsfeður okkar eru loddarar og svikarar og margir hverjir þar að auki óeðlilega heimskir. Viku eftir stóra skandalinn komu 3500 manns á Austurvöll í gær, samkvæmt talningu löggunnar. Fólk heimtar þjóðaratkvæði um framhald viðræðna um aðild að Evrópu. Þekktir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu vanþóknun sinni á framgöngu Bjarna. Lítilmenni verða aldrei landsfeður.