Undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur velferðarráðherra hefur ríkisstjórnin falið Íbúðalánasjóði að auðvelda fólki að eignast íbúð. Hann á að gera það með hærra íbúðamati og hærri hámarkslánum, bæði í krónum og prósentum. Og með heildsölu íbúðalána til smásölu-íbúðalána bankanna. Þýðir lægri vexti og stríðir gegn kenningu frjálshyggjunnar um, að markaðurinn skuli fá frítt spil. Frjálshyggja bilar í hrikalegri sveiflu. Nú seljast íbúðir ekki, sem er ferlegt mál. Til að draga úr vanda kaupenda og byggingaiðnaðar fellur stjórnin að sinni frá meintri sjálfvirkni markaða. Hafnar frjálshyggjunni.