Stjórnarviðræður strax

Punktar

Flott hjá Pírötum að senda fjórum flokkum boðsbréf um könnunarviðræður um stjórnarsamstarf. Útiloka gerspilltu stjórnarflokkana tvo. Líka smáflokkana, sem ekki koma manni á þing. Bréfið fá Viðreisn, Vinstri grænir, Samfylkingin og Björt framtíð. Fyrir kosningar verði komið í ljós, hvort grunnur er fyrir samstarfi eftir kosningar. Kjósendum er til hægðarauka að vita það í tæka tíð. Í bréfi Pírata er lögð áherzla á fimm atriði: Stríð gegn spillingu, nýja stjórnarskrá, breytta dreifingu auðlindarentu og gjaldfrjálsa heilsuþjónustu. Það yrðu tímamót í stjórnmálasögunni, ef sátt næðist um þess háttar áherzlumál.