Stjórnarmyndun frestast lengi

Punktar

Fráleit er sú skoðun, að grið séu í pólitíkinni. Hún er að fara á hæsta snúning,  meðan fjárlög eru til meðferðar. Viðræður um nýja ríkisstjórn verða að bíða eftir niðurstöðum fjárlaga og þær eru sízt á næsta leiti. Þar birtist, hvar flokkarnir standa í stórum málum, þar á meðal heilbrigðis- og húsnæðismálum, málum aldraðra og öryrkja. Svo eru að birtast kannanir á fylgi flokka á landsvísu og í Reykjavík sérstaklega. Þar vekur mesta athygli, að Viðreisn kemst ekki einu sinni á blað. Allt þetta mun hafa áhrif á tilraunir til stjórnarmyndunar á nýju ári. Línur í stjórnarmyndun munu fylgja línum í atkvæðagreiðslu um einstaka greinar fjárlaga.