Stjórnarbylting

Punktar

Það er illt verk ríkisstjórna Bandaríkjanna og Ísraels að æsa fylgisrýran forseta Palestínu til stjórnarbyltingar. Mahmoud Abbas hefur boðað til nýrra kosninga, þótt löglegar kosningar hafi þegar farið fram í janúar á þessu ári. Hamas flokkurinn vann þær kosningar með ærnum meirihluta, enda nýtur Fatah lítils fylgis eftir áratuga spillingu Jassir Arafat. Bandaríkjastjórn er illa við frjálsar kosningar, ef þær leiða ekki til réttrar niðurstöðu, hvort sem er í Alsír eða Palestínu. Í Alsír var hernum sigað á sigurvegarana og í Palestínu er búið að siga Abbas á þá.