Fylgifiskar hafa dalað. Fyrir 1.300 krónur á súpu og fisk dagsins í hádegi færðu fiskinn óhjákvæmilega upp úr hitakassa. Þannig verður hann að minnsta kosti ofeldaður og aldrei góður. En óþarfi var að setja svo mikinn hvítlauk í silunginn, að ég stinkaði fram á kvöld. Fleiri íslenzkir kokkar misnota því miður hvítlauk, sem beita þarf í hófi. Rétturinn var ætur, en ekkert umfram það. Kartöflurnar voru pönnusteiktar. Nú er haust; hvítar kartöflur, lítið soðnar, hefðu verið betri. Karríkrydduð fisksúpa dagsins var hins vegar góð. Þrír aðalréttir voru í boði. Hinir voru langa og saltfiskur.
