Stiglitz heggur enn

Punktar

Joseph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi, áður aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, hefur enn ráðist á hagfræði hnattvæðingar, svokallaða Washington-sátt, sem áður hét Chicago-hagfræðiskólinn. Í Guardian í gær bendir Stiglitz á, að þeim ríkjum hafi vegnað bezt í þriðja heiminum, sem höfðu bein í nefinu til að hafna skipunum Alþjóðabankans. Fremst í flokki eru þar Kína, Indland og Malasía, sem áratugum saman hafa risavaxinn hagvöxt á mann, meðan kreppa hnattvæðingarinnar reið yfir þriðja heiminn. Í greininni fjallar Stiglitz einkum um Kína, sem hann segir standa sig betur en Bandaríkin í fjármálum og umhverfismálum.