Stífluvegur

Frá norðvesturhorni Blöndulóns um Blöndustíflu að Galtará á Eyvindarstaðaheiði.

Þessi leið hefur tekið við af Skagfirðingavegi síðan Blöndulón var gert. Riðið er eftir stíflunni við Blöndulón.

Byrjum hjá norðvesturhorni Blöndulóns. Förum norðaustur fyrir lónið og svo suðaustur um Réttabungu. Síðan norðaustur yfir Blöndustíflu og suðaustur um Reftjarnabungu. Austur um Galtarárflóa og suður með Galtará. Endum í fjallaskálanum við Galtará.

14,4 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Galtará: N65 11.809 W19 31.474.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Haugakvísl, Mælifellsdalur.
Nálægar leiðir: Friðmundarvatn, Áfangafell, Fossaleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort