Stífa efri vörin

Punktar

Þegar ég var ungur, þótti brýnt að láta ekki sjá á sér vín. Menn urðu sérfróðir í að verða fullir með stífa efri vör. Grunnur þessarar speki var, að ölæði þótti lélegt athæfi. Nú er öldin önnur. Skrílmenni sýna ölæði og hrósa sér af. Þetta er munur áranna 1957 og 2007. Almenningsálitið hefur snúizt á sveif með þeim, sem slefa í eyrun á þér á kaffihúsum. Og þeim sem svæla þig með tóbaki út þaðan. Nú hefur verið tekið á tóbaksofbeldinu, en ölæðisofbeldið er óleystur vandi. Láta ber fólk finna fyrir, að sýnilegt ölæði sé brot á lögum og góðum siðum. Ölæðisfólk sé bara ekki húsum hæft.