Stéttskiptur spítali

Punktar

Bráðamóttaka Landspítalans er komin niður á aumlegt stig manngreinarálits. Fín frú með hruflaða hönd er tekin fram fyrir plebbastrák með brotinn sköflung og áverka á höfði. Svokallaður mannauðsstjóri deildarinnar þvertekur fyrir, að um slíkt sé að ræða, en neitar að skýra það nánar. „Við ræðum ekki persónuleg mál einstakra sjúklinga,“ segir þessi almannatengill. Við þekkjum þetta orðbragð. Eftir því, sem vangeta spítalans eykst við að fást við verkefni sín, magnast auðvitað stéttaskipting. Þetta er grimma þjóðfélagið, sem markvisst er verið að koma á fót. Landspítalinn spilar svo með á ógæfubraut sinni til einkavæðingar.