Sterkir menn þjófræðis

Punktar

Sterkir menn Evrópu milli styrjalda og í síðari heimsstyrjöld, voru kommúnistinn Stalín, nazistinn Hitler, fasistinn Mussolini og falangistinn Franco. Þeir voru andstaðan við lýðræðið, en hver með sína stefnu hins sterka manns. Þeir eru löngu dauðir. Eftir stríð var langt tímabil í sósíaldemokratískum anda, 1945-1980. Svo hófst nýfrjálshyggja með vaxandi eignamun á vesturlöndum. Risið hafa nýir sterkir menn, einkum Pútín í Rússlandi, Trump í Bandaríkjunum og Erdoğan í Tyrklandi. Þeir flokkast allir sem þjófræðismenn. Erdoğan er í klúbbi bófaflokka stjórnvalda, með Bjarna Ben, Pútín og Trump. Pólitík þeirra felst í að ræna þjóð sína.