Steingrímur klúðrari

Punktar

Allt hefur gengið á afturfótunum síðan í vor, þegar Steingrímur J. Sigfússon sagði IceSave samning Svavars Gestssonar frábæran. Ítrekað faldi stjórnin gögn og neyddist síðan til að birta þau. Hún laug ítrekað út og suður, unz lygin kom smám saman í ljós. Hún falsaði hagtölur, sem fræðimenn hlógu að. Til dæmis miðaði hún greiðslubyrði IceSave við allt annan haggrunn en verður hér næstu árin. Smám saman glataði stjórnin traustinu, þar á meðal nokkurra þingmanna vinstri grænna. Mesta ábyrgð á klúðrinu ber Steingrímur. Hann á að segja af sér og hætta í pólitík. Alþingi á að svo að tæta niður samninginn.